Agabrot og kæruleiðir

Reglur

Föngum er skylt samkvæmt lögum að hlýða fyrirmælum starfsfólks fangelsanna. Föngum er óheimilt að hindra fangaverði eða aðra starfsmenn í að gegna skyldustörfum sínum. 

Reglur fangelsanna eru aðgengilegar við innkomu í fangelsi. Reglurnar eru samræmdar að mestu en taka þó tillit til aðstæðna hverju sinni. 

Agabrot og agaviðurlög

Það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins. Agaviðurlög eru viðurlög við agabrotum. 

Lög um fullnustu refsinga, reglugerð og aðrar reglur sem eru settar á grundvelli þeirra og kveða á um skyldur fanga enda komi fram að brotið varði agaviðurlögum.

Forstöðumaður hvers fangelsis getur ákveðið agaviðurlög fanga en áður en ákvörðun um þau er tekin skulu málsatvik rannsökuð og fanga gefinn kostur á að kynna sér fyrirliggjandi gögn og koma sjónarmiðum sínum um þau á framfæri.   

Agaviðurlög eru eftirtalin:

  1. Skrifleg áminning.
  2. Svipting helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms um ákveðinn tíma.
  3. Svipting aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og     bréfaskipta um ákveðinn tíma.
  4. Flutningur úr opnu fangelsi yfir í lokað fangelsi.
  5. Takmarkanir á útivist og aðstöðu til íþróttaiðkunar um ákveðinn tíma.
  6. Einangrun í allt að 15 daga.

Beita má fleiri en einni tegund agaviðurlaga saman.

Ef brot er smávægilegt og fangi hefur ekki áður framið agabrot má eingöngu beita skriflegri áminningu.

Aðeins er heimilt að beita einangrun sem agaviðurlögum vegna eftirfarandi brota eða tilrauna til brota: Stroks. Smygls í fangelsi, vörslu eða neyslu áfengis, ólöglegra lyfja eða fíkniefna og vörslu vopna eða annarra skaðlegra hluta. Ofbeldis eða hótunar um ofbeldi gagnvart öðrum föngum eða starfsmönnum fangelsis. Grófra skemmdarverka. Annarra grófra eða endurtekinna minni háttar brota.     

Kærur - kæruleiðir 

Hægt er að kæra ákvarðanir forstöðumanna fangelsanna og Fangelsismálastofnunar til dómsmálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík en einnig er hægt að senda tölvupóst á postur@dmr.is . Sími ráðuneytisins er 545-9000.

Föngum er einnig heimilt að beina kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis. Skrifstofa Umboðsmanns er til húsa í Þórshamri, Templarasundi 5, 101 Reykjavík. 

Einnig er hægt að senda póst tölvupóst á netfangið postur@umb.althingis.is . Sími umboðsmanns er 510 6700 .