Hvað má hafa með sér

Fangar mega hafa með sér eða fá senda persónulega muni, fatnað, snyrtivörur og annað til daglegra nota, ef munirnir eru ekki í andstöðu við almennar öryggisreglur fangelsanna. Þannig er óheimilt að hafa eða fá senda glermuni, hluti sem gætu reynst vopn, óskilgreind duft, efni eða vökva, vímuefni o.s.frv. Meginreglan er sú að allt sem fangi hefur meðferðis eða fær sent er afhent fangaverði. Síðan er metið af yfirmönnum fangelsisins hvort fanginn fær það inn til sín á klefa eða hvort það er geymt í munageymslu þar til fanginn losnar. Ólöglegir hlutir s.s. fíkniefni, vopn og annað eru tilkynntir lögreglu sem tekur þá í sína vörslu.

Eins og fram kemur í reglum fangelsanna mega fangar hafa hjá sér ákveðin tæki inni á klefa.  Þar er talað um lítið útvarp, lítið sjónvarp, tölvubúnað til eigin nota og annað slíkt, svo lengi sem það raskar ekki góðri reglu og öryggi í fangelsinu.

Annað er háð sérstöku leyfi. 

Nánari upplýsingar eru veittar í hverju fangelsi fyrir sig.

Senda grein