Innkoma í fangelsi

Flestir sem boðaðir eru til afplánunar mæta í Hegningarhúsið að Skólavörðustíg 9, Reykjavík. Á því eru þó einundantekning, þeim sem búa á Norðurlandi er oft heimilað að mæta beint í Fangelsið Akureyri sem staðsett er í Lögreglustöðinni við Þórunnarstræti.

Samkvæmt 23. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 skal fangi við upphaf afplánunar fangi sýna fram á það með framvísun skilríkja eða með öðrum sannanlegum hætti hver hann er. Taka skal andlitsmynd af fanga og skrá nafn hans og kennitölu ásamt upphafs- og lokadegi afplánunar. Læknir skoðar fanga fljótlega eftir að afplánun hefur hafist og ef þörf krefur meðan á afplánun stendur. Skrá skal upplýsingar um heilsufar, sjúkrasögu og upplýsingar um persónulega hagi fanga og hverja fangi óskar eftir að haft sé samband við ef þurfa þykir vegna hagsmuna hans.
Heilbrigðisstarfsfólki er skylt að upplýsa fangelsisyfirvöld um sjúkdóma sem gætu varðað öryggi og heilsu annarra.
Við upphaf afplánunar skal afhenda fanga og kynna, á tungumáli sem hann skilur, samantekt um þær reglur sem um afplánun gilda, um réttindi og skyldur fanga, vinnu og nám sem föngum stendur til boða, reglur viðkomandi fangelsis, hvaða háttsemi varðar agaviðurlögum, um meðferð slíkra mála, upplýsingar um hvert fangi geti kært ákvarðanir er varða fullnustu refsingarinnar og upplýsingar um heimild til að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis, svo og rétt fanga til að hafa samband við lögmann. Afhenda skal fanga afplánunarbréf þar sem fram koma helstu dagsetningar vegna vistunar hans í afplánun. Þá skal fanga gerð grein fyrir lokum afplánunar og reglum um reynslulausn.
Við upphaf afplánunar skal heimila fanga að tilkynna aðstandendum sínum og lögmanni um afplánunina eins fljótt og auðið er.Fjöldi þeirra sem hefja afplánun óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga í fangelsum innan hvers árs:

 

 

´95 

´96 ´97  ´98  ´99 ´00  ´01  ´02  ´03  ´04  ´05  ´06  ´07  ´08  ´09 

´10 

Karlar 

 248

305

198

168 

134

134

156

 141

 225

 180

 187

 193

154

167

175

185

Konur

 14

 16

14

11

 7

 4

 15

 14

 12

17

 18

15

 14

21

23

13

Samtals:

 262

 321

 212

 179

 141

 138

 171

 155

 237

 197

205

 208

 168

 188

198

 198


Senda grein