Reglur í fangelsum

Fangelsismálastofnun setti hinn 10. janúar 2012 samræmdar endurgerðar reglur fyrir öll fangelsin. Um er að ræða almennar hegðunarreglur sem gilda undantekningarlaust í fangelsum en brot á þeim getur varðað agaviðurlögum. Reglurnar voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda 26. janúar 2012. Sjá nánar.

Sjá frekar um agaviðurlög í næsta undirkafla hér að neðan. Reglurnar eru kynntar föngum við komu í fangelsi og er þeim jafnframt afhent eintak af reglunum.

Í hverju fangelsi eru ákveðnar innanhússreglur sem settar eru af forstöðumanni viðkomandi fangelsis.

Reglur eru kynntar föngum við komu í fangelsi.

Um viðtöl fjölmiðla við fanga vísast til 51. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 en þar segir að Fangelsismálastofnun ákveði hvort heimila skuli fjölmiðlaviðtal við fanga og að slíkt skuli ekki heimila ef það er andstætt almannahagsmunum eða hagsmunum brotaþola. Fangelsismálastofnun setur reglur um nánari framkvæmd fjölmiðlaviðtala við fanga.

Reglur um fangaflutninga.

Senda grein