Laust er til umsóknar starf félagsráðgjafa á meðferðarsviði hjá Fangelsismálastofnun ríkisins

Hlutverk Fangelsismálastofnunar ríkisins er

- Að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.
- Að hafa umsjón með rekstri fangelsa.
- Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar.
- Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf félagsráðgjafa á meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar felst í þverfaglegu meðferðarstarfi ásamt því að sinna meðferðar- og stuðningsþjónustu á sviði réttarfélagsráðgjafar. Það er gert í formi einstaklings- og hópmeðferðar, stuðningi, ráðgjöf og fræðslu til fanga og starfsfólks fangelsa sem varða félagsleg málefni fanga. Þá er einnig um að ræða félagslega ráðgjöf og stuðning fyrir aðstandendur fanga.

Hæfnikröfur

- Starfsréttindi í félagsráðgjöf
- Þekking, reynsla og áhugi á sviði réttarfélagsfræði er æskileg
- Frumkvæði í starfi og skipulagshæfileikar
- Reynsla af réttarvörslukerfinu er æskileg
- Reynsla af áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational interviewing) æskileg
- Þekking á fíknimeðferð er æskileg
- Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi með öðrum
- Lögð er áhersla góða samstarfshæfni og jákvæð viðhorf til skjólstæðinga.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félagsráðgjafafélag Íslands hafa gert.
Starfsmaður er með starfsstöð á skrifstofu Fangelsismálastofnunar í Reykjavík en sinnir jafnframt reglubundnum heimsóknum í fangelsin. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.
Fylla skal út umsókn á heimasíðu Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is eða www.starfatorg.is merkt: "Félagsráðgjafi - meðferðarsvið"

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 12.03.2018

Nánari upplýsingar veitir

Sólveig Fríða Kjærnested - SolveigFrida@fangelsi.is - 520 5000
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 520 5000


FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


Sækja um starf Til baka