Fréttir

Fangelsið á Hólmsheiði formlega opnað 10. júní 2016

13.6.2016

Fangelsið á Hólmsheiði var formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn föstudaginn 10. júní sl. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina.


Fangaverðir standa heiðursvörð


                       
         Fangaverðir stóðu heiðursvörð

        

Fangelsið leysir af hólmi móttökufangelsið Hegningarhúsið og Fangelsið Kópavogsbraut 17 þar sem kvenfangar voru vistaðir. Í fangelsinu verða 56 fangapláss. Þar munu gæsluvarðhaldsfangar verða vistaðir og gæsluvarðhaldsdeildin á Litla-Hrauni þá lögð niður.  Sérstök deild er fyrir kvenfanga og þá sem afplána stuttar fangelsisrefsingar og vararefsingar fésekta. Stefnt er að því að fyrstu fangarnir komi í ágúst og sérstök áhersla verður lögð á að taka kvenfanga fyrst inn. Með tilkomu fangelsisins lýkur meira en 50 ára byggingarsögu fangelsis á Reykjavíkursvæðinu, en það mun hafa verið Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sem vildi byggja fangelsi í Reykjavík árið 1962.

Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins bauð gesti velkomna fyrir hönd innanríkisráðuneytisins og fór yfir dagskrána sem var með eftirfarandi hætti:Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, flytur ávarp

Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, flutti ávarp þar sem meðal annars kom fram að við hönnun fangelsisins hafi öryggi fanga og starfsmanna verið haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga með það að markmiði að fanginn komi betri út í samfélagið á ný og fækka þar með endurkomum.


Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri Innanríkisráðuneytisins, flytur ávarpÞá tók til máls Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, fyrir hönd Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns bygginganefndar fangelsisins. Fór hún meðal annars yfir byggingasögu fangelsisins.


Jón Ingi Jónsson, formaður Fangavarðafélags Íslands, flytur kveðju frá félagsmönnum

Jón Ingi Jónsson, formaður Fangavarðafélags Íslands, flutti kveðju frá félagsmönnum.


Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, flytur ávarp og opnar fangelsið með formlegum hættiAð lokum tók Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, til máls og opnaði fangelsið með formlegum hætti. Ávarp ráðherra.


RR kvartettinnÁ milli atriða flutti RR-kvartettinn lögin Skjaldbreið og Ferðalok en hið síðara átti einkar vel á þessum tímamótum þar sem segja má að lokið sé rúmlega 50 ára vegferð undirbúnings byggingar fangelsis á höfuðborgarsvæðinu. Þá hitti lagið skemmtilega á þar sem Evrópumeistamótið í knattspyrnu í Frakklandi hófst sama dag og Íslendingar taka þátt í fyrsta sinn en lagið hefur einmitt verið einkennislag liðsins.


Tolli listamaður færir fangelsinu málverk að gjöfVið þetta tækifæri færði listamaðurinn Tolli fangelsinu málverk að gjöf en hann hefur um árabil sinnt AA-starfi í fangelsum ríkisins.  

 

Sjá nánari upplýsingar á síðu innanríkisráðuneytisins 

Sjá upplýsingar Framkvæmdasýslu ríkisins um hið nýja fangelsi

 

 

Senda grein