Fangelsið Akureyri

Lögreglustöðinni við Þórunnarstræti
600  Akureyri
Sími: 462 6365
Netfang:  vardstjoriak@fangelsi.is
Sjá kort

Forstöðumaður fangelsisins er Halldór Valur Pálsson. Hann er einnig forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, Sogni og Hólmsheiði.

Fangelsið er starfrækt í húsnæði lögreglunnar á Akureyri. Fangelsið opnaði 7. ágúst 2008 eftir endurbyggingu en hefur verið starfrækt síðan 1978. 

Aðstaða er fyrir 10 afplánunarfanga og einn gæsluvarðhaldsfanga og er aðstaðan mjög góð. Í fangelsinu er rúmgóð setustofa sem nýtt er sem matstofa og sjónvarpsherbergi. Fangar sjá um matseld. Um 100 m2 lokaður garður er við fangelsið þar sem aðstaða er til boltaleikja og útiveru. Góð aðstaða er til vinnu, náms og líkamsræktar. 

Fangar í fangelsinu þurfa að vera tilbúnir til að takast á við vímuefnavanda sinn og taka þátt í endurhæfingaráætlun og stunda vinnu eða nám.

Í fangelsinu starfa samtals 4 fangaverðir á sólarhringsvöktum og varðstjóri og aðstoðarvarðstjóri sem eingöngu ganga dagvaktir. Vaktirnar eru 12 klukkustundir, dagvaktir frá kl. 06:00-18:00 og næturvaktir frá kl. 18:00-06:00.

Vinna fanga

Verkefni í fangavinnu eru eftirfarandi:

  • Bílaþvottur
  • Útivinna á lóð
  • Ýmsar samsetningar og pökkun
  • Þrif og matseld á deild

Nám

Í fangelsinu geta fangar stundað fjarnám undir handleiðslu námsráðgjafa. Nánari upplýsingar hjá námsráðgjafa í síma 825-6465.