Fangavörður - Hólmsheiði

Fangelsismálastofnun leitar eftir áhugasömu starfsfólki til starfa við fangavörslu sumarið 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf fangavarðar felst m.a. í leiðsögn og aðstoð við skjólstæðinga, eftirliti, verkstjórn og þátttöku í allri daglegri starfsemi fangelsa.

Hæfnikröfur

Leitað er eftir starfsmönnum sem:
- Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika
- Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum
- Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum
- Eru færir í íslensku
- Hafa góða enskukunnáttu
- Hafa góða tölvufærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Benda má á að starf í fangelsi er sérstaklega gefandi viðbót við nám þeirra er hyggja á framtíðarstörf við að liðsinna fólki s.s. sálfræðinga, guðfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo dæmi séu nefnd.

Frekari upplýsingar um starfið

Sækja skal um störfin merkt "Afleysingar í störf fangavarða á Hólmsheiði" www.fangelsi.is eða www.starfatorg.is. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um.

Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði ef kemur að ráðningu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 05.04.2019

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 520 5063
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 520 5000


FMS Fangelsið Hólmsheiði
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík


Sækja um starf Til baka