Laus afleysingastaða félagsráðgjafa hjá Fangelsismálastofnun ríkisins

Laus afleysingastaða félagsráðgjafa hjá Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun óskar eftir félagsráðgjafa í afleysingu til eins árs.

Hjá Fangelsismálastofnun starfa alls um 120 starfsmenn á sex mismunandi starfsstöðum, fimm fangelsum og skrifstofu. Viðkomandi verður staðsettur á Litla Hrauni en tekur þátt í þverfaglegri vinnu með öðrum fagstéttum stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að veita félagslegra ráðgjöf til einstaklinga í afplánun
Ráðgjöf og fræðsla við fangelsin tengd málefnum fanga
Hópanámskeið fyrir fanga

Hæfnikröfur

- Réttindi til að starfa sem félagsráðgjafi
- Þekking, reynsla og áhugi á sviði réttarfélagsráðgjöf er æskileg
- Reynsla af réttarvörslukerfinu er æskileg
- Þekking og færni í hvatningarviðtalstækni (motivational interviewing)
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félagsráðgjafafélag Íslands hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Athygli skal vakin á því að áður en að ráðningu kemur skal umsækjandi, að fengnu samþykki hans, undirgangast bakgrunnsskoðun skv. 10.gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga.

Allir áhugasamir hvattir til að sækja um starfið

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2019

Nánari upplýsingar veitir

Sólveig Fríða Kjærnested- SolveigFrida@fangelsi.is - 520 5000
Sigurveig Helga Jónsdóttir- helga@fangelsi.is - 520 5000


FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


Sækja um starf Til baka