Mannauðsstjóri - Fangelsismálastofnun

Fangelsismálastofnun leitar eftir öflugum og reyndum einstaklingi í starf mannauðsstjóra. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða sem heyrir undir rekstrar- og fjármálasvið.

Fangelsismálastofnun sér um rekstur fangelsa landsins og tryggir að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti. Áhersla er lögð á vellíðan í starfi og jákvæðan starfsanda auk þess sem tryggja þarf að starfsfólk búi yfir þeirri hæfni sem þarf til að ná árangri í krefjandi umhverfi. Hjá stofnuninni starfa alls um 140 einstaklingar á fimm mismunandi starfsstöðvum, fjórum fangelsum og skrifstofu sem staðsett er á Seltjarnarnesi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg forysta í mannauðsmálum stofnunarinnar
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
  • Undirbúningur, skipulag og umsjón með ráðningum og starfslokum starfsmanna
  • Skipulagning og aðstoð við móttöku nýrra starfsmanna og þjálfun þeirra
  • Umsjón með starfsþróun og fræðslu starfsmanna
  • Túlkun kjara- og stofnanasamninga og samskipti við stéttarfélög
  • Jafnlaunavottun og gæðamál á mannauðssviði
  • Seta í yfirstjórn stofnunarinnar og þátttaka í stefnumótun

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði eða sambærilegrar menntunar
  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af mannauðsmálum 
  • Þekking og reynsla af því að leiða breytingar
  • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu og vinnurétti æskileg 
  • Reynsla af vaktkerfum og vaktkerfisbreytingum æskileg
  • Reynsla af launavinnslu æskileg
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs
  • Sjálfstæði í störfum, faglegur metnaður, frumkvæði og góð skipulagshæfni
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Athygli skal vakin á því að áður en að ráðningu kemur skal umsækjandi, að fengnu samþykki hans,  undirgangast bakgrunnsskoðun skv. 10.gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. 

Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 25.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sigurveig Helga Jónsdóttir - helga@fangelsi.is - 5205000
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 5205000


FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


Sækja um starf Til baka