Fangaverðir - Hólmsheiði

Fangelsismálastofnun leitar eftir áhugasömu starfsfólki til starfa við fangavörslu í fangelsinu Hólmsheiði. Unnið er í vaktavinnu og um er að ræða afleysingar út nóvember með möguleika á áframhaldandi ráðningu. 

Fangelsið Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Fangelsið er staðsett við Nesjavallaleið í Reykjavík.

Við leitum að einstaklingum sem eru framúrskarandi í samskiptum, tilbúnir til að vinna í krefjandi umhverfi og vilja láta gott af sér leiða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf fangavarðar felst m.a. í leiðsögn og aðstoð við skjólstæðinga, eftirliti, verkstjórn og þátttöku í allri daglegri starfsemi fangelsa.

Hæfnikröfur

  • Góð almenn menntun
  • Gott viðmót, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að bregðast skjótt við breytilegum aðstæðum
  • Samviskusemi, stundvísi og vandvirkni
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð tölvufærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Athygli skal vakin á því að áður en að ráðningu kemur skal umsækjandi, að fengnu samþykki hans, undirgangast bakgrunnsskoðun skv. 10.gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. 

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 07.10.2021

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 520 5900
Böðvar Einarsson - bodvar@fangelsi.is - 520 5060


FMS Fangelsið Hólmsheiði
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík


Sækja um starf Til baka