Fréttir

Fangelsismálastofnun er flutt að Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnesi - 20.2.2015

Aðalskrifstofa Fangelsismálastofnunar flutti úr Borgartúni 6, Reykjavík, að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi, 19. febrúar sl.

Útskrift úr Fangavarðaskólanum 2014 - 30.12.2014


Útskriftarnemar Fv.skólans 19. des. 2014 ásamt Páli E Winkel og Guðmundi Gíslasyni

Útskrift nemenda í Fangavarðaskólanum 2014 fór fram 19. desember sl.  Ellefu nemendur voru útskrifaðir, átta karlar og þrjár konur.


Lesa meira

Lokað á aðfangadag og gamlársdag - 24.12.2014

Aðalskrifstofa Fangelsismálastofnunar í Borgartúni 7, Reykjavík, er lokuð á aðfangadag og gamlársdag.  Þá er aðalskrifstofan einnig lokuð föstudaginn 2. janúar 2015.

Enn eitt aðsóknarmetið að menntun í fangelsum á síðastliðnu skólaári - 9.7.2014

Enn eitt aðsóknarmetið að menntun í fangelsum var slegið á skólaárinu 2013-2014.  Alls innrituðust í nám á Litla-Hrauni og Sogni 68 nemendur á haustönn 2013.  Þar af voru fjórir í háskólanámi, en hinir 64 voru skráðir í nám á vegum Fjölbrautaskólans á Selfossi (FSu).  Á vorönn 2014 voru samtals 70 nemendur innritaðir í nám; fjórir í háskólanám, 65 í nám á vegum FSu og einn í nám á vegum Menntaskólans í Kópavogi (MK).


Í Fangelsinu Akureyri stunduðu 9 nemendur lengra eða skemmra nám (fjarnám) á síðastliðnu skólaári.  Í Fangelsinu Kópavogsbraut 17 stunduðu 12 nemendur eitthvert nám á sama tímabili, annað hvort í kennslutímum hjá kennurum MK sem koma í fangelsið til að kenna eða í fjarnámi. Í Fangelsinu Kvíabryggju stunduðu 28 nemendur nám á síðastliðnu skólaári og þar eins og annars staðar eru nemendur að innrita sig allt skólaárið og eru mislengi í námi.

Lesa meira

Fréttasafn


Áhugavert efni

Heimsóknir barna í fangelsi

Upplýsingar fyrir foreldra

Vörur sem framleiddar eru á Litla-Hrauni

Sjá sýnishorn af vörum sem framleiddar eru á litla hrauni.

Fangelsi á Hólmsheiði

Efni og upplýsingar um Fangelsi á Hólmsheiði

Fangafjöldi í heiminum

Yfir 10 milljónir manna eru í fangelsum í heiminum. Sjá kort yfir fangafjölda.

Sjá meira


island.is