Gæsluvarðhald

Gæsluvarðhald er tímabundin frelsissvipting sem beitt er í þágu rannsóknar eða meðferðar sakamáls á grundvelli dómsúrskurðar þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. 

Þegar um er að ræða gæsluvarðhald þá getur það átt við gæsluvarðhald með eða án einangrun og/eða annarra takmarkana. Ef gæsluvarðhaldið er án takmarkana þá er hún nefnd lausagæsla.

  • Einangrun – Þá er fangi mestallan sólarhringinn lokaður inni á fangaklefa. Fangi er látinn vera í  einrúmi, þ.e. að hafa ekki samskipti við aðra fanga og fær ekki heimsóknir. Honum er heimilt að vera  í samskiptum við lögmann, lögreglu, fangaverði og heilbrigðisstarfsfólk.
  • Lausagæsla – Gæsluvarðhald annað en einangrun. Þá er sá sem er í gæsluvarðhaldi innan um aðra fanga og hefur sömu réttindi og skyldur og þeir.  

Gæsluvarðhald er ekki afplánun en kemur að jafnaði til frádráttar fangelsisrefsingu ef viðkomandi er dæmdur til fangelsisrefsingar í kjölfar gæsluvarðhalds.