Börn sem fá dóm

Einstaklingar yngri en 18 ára eru börn samkvæmt íslenskum lögum. 

Um afplánun þeirra gildir reglugerð nr. 533/2015 um afplánun sakhæfra barna. Samkvæmt henni skulu börn afplána á vegum barnaverndaryfirvalda en ekki í fangelsi nema það sé barninu fyrir bestu að mati fagaðila.