Náðun

Náðun er eftirgjöf refsingar að nokkru eða öllu leyti eftir að maður hefur hlotið refsidóm. Samkvæmt lögum er það forseti Íslands sem getur ákveðið að náða. Aðeins er hægt að sækja um náðun á fangelsisrefsingum og fésektum.

Beiðni um náðun skal vera skrifleg og send náðunarnefnd sem er nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins:

Dómsmálaráðuneytið,
b.t. náðunarnefndar
Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík

Nánari upplýsingar um náðun má finna á vef dómsmálaráðuneytisins