Afstaða

Félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun

Markmið félagsins eru fyrst og fremst þau að vinna að tækifæri fyrir fanga til ábyrgðar, endurreisnar og að búa þeim skilyrði til farsællar endurkomu út í samfélag manna.  Hugað er í hvívetna að aðstandendum fanga, fjölskyldum, vinum og öllum öðrum sem sitja í fangelsi úti í hinu frjálsa samfélagi vegna tengsla við fanga.

AFSTAÐA hvetur alla fanga til góðra og göfugra verka, með að markmiði að viðhalda von þeirra og sýnilegum markmiðum á meðan fangavist varir og að henni er lokinni.  Félagið mun, eftir því sem kostur er, standa að fræðslu á meðal fanga jafnt sem frjálsra manna og veita aðstoð öllum þeim sem hennar óska eftir því sem kostur er og tækifæri til.  Ætlunin er að fræða og upplýsa um fangelsi, orsakir fangavistar og afleiðingar hennar út frá hinum ýmsu sjónarhornum.