Varðstjóri

Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst:
- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf varðstjóra felst m.a. í stjórnun í samráði við forstöðumann, kennslu og leiðbeiningum til starfsmanna, skýrslugerð, öryggiseftirliti, móttöku og skráningu fanga ásamt því að eiga samskipti við þá og leiðbeina þeim.

Hæfnikröfur

- Hafa lokið námi frá fangavarðarskólanum
- Þekking og reynsla í stjórnun mikill kostur
- Gott vald á íslensku, talaðri sem ritaðri
- Góð kunnátta í ensku nauðsynleg
- Gott viðmót, jákvæðni og afburðar hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum
- Góð kunnátta og færni á tölvur og helstu forritum s.s. word, excel, Lotus notes, One Systems
- Samviskusemi, stundvísi og vandvirkni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Gerð er krafa um að með umsókn fylgi ýtarleg ferilskrá með yfirliti yfir menntun umsækjanda og fyrri störf.

Fylla skal út starfsumsókn á vef fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is merkt: Starfsumsókn - Varðstjóri við fangelsið á Hólmsheiði. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.

Heimasíða Fangelsismálastofnunar

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 05.04.2019

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 520-5063
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 520-5000


FMS Hólmsheiði, yfirstjórn
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík


Sækja um starf Til baka