Starf sérfræðings við fangelsið á Hólmsheiði

Fangelsismálastofnun auglýsir eftir sérfræðingi við fangelsið á Hólmsheiði

Helstu verkefni og ábyrgð

- Dagleg umsjón með stjórnsýslu fangelsisins
- Gerð verklagsreglna og eftirfylgd með þeim
- Fjármál og rekstur
- Starfsmannamál ýmis
- Umsjón og aðstoð með þjálfun nýrra starfsmanna

Hæfnikröfur

- Lögfræðimenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Góður skilningur á fjármálum, rekstri og áætlanagerð kostur
- Leiðtogahæfileikar ásamt þekkingu á sviði stjórnunar æskilegir þættir
- Þekking og reynsla af störfum innan fullnustukerfisins og öryggismálum í fangelsum kostur
- Reynsla af störfum innan fangelsiskerfisins s.s. fangavarsla eða annarskonar starf í kerfinu er kostur
- Viðkomandi búi yfir góðri hæfni að tjá sig í ræðu og riti
- Góðir skipulagshæfileikar og nákvæmni í störfum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfsmaður er með starfsstöð á Hólmsheiði og sinnir jafnframt öðrum verkefnum sem honum eru falin af forstöðumanni.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um, eftir því sem við á: 1) menntun 2) reynsla af störfum innan fullnustu- og refsivörslukerfisins 3) reynsla af stjórnsýslustörfum 4) reynsla af fjármálum og rekstri, þ.m.t. starfsmannahaldi, áætlanagerð og verkefnastjórnun 5) upplýsingar um 2-3 núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn sem geta veitt upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda.

Fylla skal út umsókn á heimasíðu fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is eða á Starfatorgi

Stofnunin áskilur sér rétt til þess að leita eftir sakavottorði ef að ráðningu kemur.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir að sækja um

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 24.04.2019

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 520 5063
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 520 5006


FMS Hólmsheiði, yfirstjórn
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík


Sækja um starf Til baka