Verkstjóri Fangelsið Hólmsheiði

Fangelsið á Hólmsheiði óskar eftir kraftmiklum einstaklingi til að sinna starfi verkstjóra. Verkstjóri sér um verkstjórn og skipulag á vinnu fanga auk þess sem viðkomandi mun koma að áframhaldandi þróun og uppbyggingu starfsins. Um er að ræða 100% starf sem unnið er í dagvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón, verkstjórn og utanumhald um vinnu og/eða tómstundir fanga
Aðstoð og eftirlit með skólastarfi fanga sem og eftirlit með fjarnámi þeirra
Öflun verkefna og viðskiptasambanda fyrir fangelsið ásamt því að koma á góðu samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir
Aðstoða við rekstur verslunar í fangelsinu ásamt innkaupum
Almenn fangavarsla

Hæfnikröfur

Fangavarðaskóli eða sambærilegt nám æskilegt
Iðnmenntun eða reynsla af starfi í iðngrein æskileg
Haldbær reynsla af fangavörslu æskileg
Hæfileikar og geta til að vinna með fjölbreyttum hóp einstaklinga
Góð samskiptahæfni, samviskusemi og skipulögð vinnubrögð
Góð færni í íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Athygli skal vakin á því að áður en að ráðningu kemur skal umsækjandi, að fengnu samþykki hans, undirgangast bakgrunnsskoðun skv. 10.gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 16.09.2019

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 5205060
Böðvar Einarsson - bodvar@fangelsi.is - 5205060


FMS Fangelsið Hólmsheiði
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík


Sækja um starf Til baka