Starfsmaður í verslun

Starfsmaður í verslun

Fangelsið á Hólmsheiði óskar eftir starfsmanni til að sjá um verslun fangelsisins. Í starfinu felst umsjón með rekstri verslunarinnar, pöntun og móttaka á aðföngum og afgreiðsla í verslun. Um er að ræða 100% starf sem unnið er í dagvinnu.

Verslunin er opin föngum þrjá daga í viku og þangað sækja fangar allar sínar vistir. Jafnframt taka fangar virkan þátt í rekstri verslunarinnar undir leiðsögn viðkomandi starfsmanns.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón með rekstri verslunar
Almenn afgreiðslustörf
Umsjón með innkaupum og birgðahaldi
Ábyrgð á verðlagningu, uppgjöri og hagkvæmni í innkaupum
Almenn fangavarsla eftir þörfum

Hæfnikröfur

Reynsla af verslunarstörfum, innkaupum og uppgjörum æskileg
Hæfileikar og geta til að vinna með fjölbreyttum hóp einstaklinga
Góð samskiptahæfni og þjónustulund
Samviskusemi, vandvirkni og skipulögð vinnubrögð
Góð færni í íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Athygli skal vakin á því að áður en að ráðningu kemur skal umsækjandi, að fengnu samþykki hans, undirgangast bakgrunnsskoðun skv. 10.gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 16.09.2019

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson- HalldorValur@fangelsi.is - 5205060
Böðvar Einarsson- bodvar@fangelsi.is - 5205060


FMS Fangelsið Hólmsheiði
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík


Sækja um starf Til baka