Varðstjóri - Sogn

Varðstjóri - Sogn

Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi og það var tekið í notkun 1. júní 2012. Þar er pláss fyrir 21 fanga en fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi. Það felur í sér að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum.

Fangelismálastofnun óskar eftir öflugum leiðtoga í starf varðstjóra á Sogni.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf varðstjóra felst m.a. í stjórnun í samráði við forstöðumann, kennslu og leiðbeiningum til starfsmanna, skýrslugerð, öryggiseftirliti, móttöku og skráningu fanga ásamt því að eiga samskipti við þá og leiðbeina þeim.

Hæfnikröfur

Hafa lokið námi frá fangavarðarskólanum
Haldbær reynsla af störfum innan fullnustukerfis
Þekking og reynsla af stjórnun
Gott viðmót, jákvæðni og afburðar hæfni í mannlegum samskiptum
Góð kunnátta og færni á tölvur og helstu forritum s.s. word, excel, Lotus notes, One Systems
Samviskusemi, stundvísi og vandvirkni
Gott vald á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um.
Athygli skal vakin á því að áður en að ráðningu kemur skal umsækjandi, að fengnu samþykki hans, undirgangast bakgrunnsskoðun skv. 10.gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 04.08.2020

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson- HalldorValur@fangelsi.is - 520-5063
Sigurveig Helga Jónsdóttir- helga@fangelsi.is - 520-5000


FMS Sogn
Sogn
801 Selfoss


Sækja um starf Til baka