Sumarstörf í fangelsum

Fangelsismálastofnun leitar eftir áhugasömu fólki til starfa við fangavörslu í sumar. Í boði eru sumarstörf í fjórum mismunandi fangelsum víðsvegar um landið. 

Fangelsið Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi fyrir öll kyn, aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Fangelsið er staðsett við Nesjavallaleið í Reykjavík.

Fangelsið Litla-Hrauni er lokað fangelsi fyrir karlkyns afplánunarfanga og er staðsett á Eyrarbakka.

Fangelsin Kvíabryggja og Sogn eru skilgreind sem opin fangelsi. Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi og rekið í nánu samstarfi við Litla-Hraun, fangelsið Kvíabryggju er staðsett á Snæfellsnesi við Grundarfjörð.

Við leitum að jákvæðu fólki sem er framúrskarandi í samskiptum og til í að vinna í lifandi og krefjandi umhverfi. Flest störfin eru unnin í vaktavinnu og lágmarksaldur umsækjenda eru 20 ár.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiðsögn og aðstoð við skjólstæðinga
  • Eftirlit og verkstjórn 
  • Þátttaka í allri daglegri starfsemi fangelsa

Hæfnikröfur

  • Góð almenn menntun
  • Jákvætt viðhorf og færni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að bregðast skjótt við breytilegum aðstæðum
  • Metnaður, sjálfstæði og stundvísi
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð tölvufærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Athygli skal vakin á því að áður en að ráðningu kemur skal umsækjandi, að fengnu samþykki, undirgangast bakgrunnsskoðun skv. 10.gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um.

Það að starfa í fangelsi getur verið góð reynsla og gefandi viðbót við nám þess sem stefnir á að starfa sem sálfræðingur, iðjuþjálfi, lögfræðingur, félagsráðgjafi eða hjúkrunarfræðingur svo dæmi séu nefnd.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is
Böðvar Einarsson - bodvar@fangelsi.is


FMS Fangelsismálastofnun ríkisins (06501)
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


Sækja um starf Til baka