Deildarstjóri vinnu og virkni

Fangelsismálastofnun leitar að öflugum einstakling í nýtt starf deildarstjóra yfir vinnu og virkni í fangelsum landsins. Starfið felur m.a. í sér nýsköpun, úthlutun vinnu, eftirlit með vinnu og leiðsögn fyrir stafsfólk fangelsanna. Einnig umsjón með Fangaverki, netverslun fyrir vörur sem framleiddar eru af föngum í fangelsum landsins. Deildarstjóri mun koma að stefnumótun í vinnu og virknimálum og með markvissum hætti fylgja henni eftir. Í starfinu er mikilvægt að hafa góða yfirsýn, eiga auðvelt með að miðla upplýsingum og sinna eftirfylgni af metnaði - og stuðla þannig að góðu samstarfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning á vinnu fanga í öllum fangelsum
  • Ábyrgð á dagsskrástjórn fyrir öll fangelsi
  • Umsjón með Fangaverki
  • Ábyrgð á að leiðbeina verkstjórum og fangavörðum um hlutverk og verkefni
  • Stuðlar að framsækni og nýjungum í verkefnum og vinnubrögðum
  • Tengiliður við sjálfboðaliða, fræðsluaðila og utanaðkomandi aðila sem bjóða upp á vinnu, afþreyingu eða aðra óhagnaðardrifna þjónustu
  • Þátttaka í norrænu samstarfi
  • Stefnumótun og gerð verkferla

Hæfnikröfur

  • Fangavarðamenntun
  • Reynsla af verkefnastjórnun og þekking á vinnu og virknimálum 
  • Leiðtogahæfni, drifkraftur og skipulagshæfni
  • Áhugi og þekking á vinnusköpun og þróun í málaflokknum
  • Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu hugarfari
  • Góð tölvukunnátta og færni í helstu tölvuforritum
  • Gott vald á upplýsingatækni og framsetningu efnis
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn og er meðal annars boðið upp á styttingu vinnuvikunnar og skemmtilegt starfsmannafélag í krefjandi en lifandi starfsumhverfi. 

Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi, Fangelsin Hólmsheiði og Litla-Hraun sem eru lokuð fangelsi og Fangelsið Sogni og Kvíabryggju sem eru opin fangelsi. Deildarstjóri er með starfsstöð á Hólmsheiði en sinnir jafnframt reglubundnum heimsóknum önnur fangelsi. 

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2024

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is


FMS Fangelsið Hólmsheiði
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík


Sækja um starf Til baka