Deildarstjóri öryggis og eftirlits

Fangelsismálastofnun leitar að metnaðarfullum og lausnarmiðuðum deildarstjóra með yfirgripsmikla þekkingu á öryggismálum. Meðal helstu verkefna er ábyrgð á eftirliti og öryggisferlum innan fangelsanna og að stuðla að stöðugum úrbótum í samræmi við stefnu stofnunarinnar. Einnig umsjón með að samræmdu verklagi sé framfylgt sé við leitir, eftirlit á deildum og málefni heimsóknargesta. Um er að ræða nýtt starf sem kallar á framsýni, frumkvæði og nána samvinnu við starfsfólk stofnunarinnar og samstarfsaðila. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón og eftirlit með öryggismálum í fangelsum
 • Málefni heimsóknargesta í fangelsum og verklag tengt móttöku þeirra.
 • Ábyrgð á forvörnum 
 • Tengiliður við lögreglu, rannsóknarstofur og erlenda samstarfsaðila
 • Þjálfun starfsfólks, upplýsingamiðlun og ráðgjöf 
 • Stefnumótun og gerð verkferla

Hæfnikröfur

 • Fangavarðamenntun
 • Þekking og reynsla af öryggismálum og áhugi á þróun í málaflokknum
 • Reynsla og þekking á stjórnsýslu 
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð samskiptahæfni og metnaður til að ná árangri
 • Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu hugarfari
 • Góð tölvukunnátta og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði
 • Góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn og er meðal annars boðið upp á styttingu vinnuvikunnar og skemmtilegt starfsmannafélag í krefjandi en lifandi starfsumhverfi. 

Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi, Fangelsin Hólmsheiði og Litla-Hraun sem eru lokuð fangelsi og Fangelsið Sogni og Kvíabryggju sem eru opin fangelsi. Deildarstjóri er með starfsstöð á Litla-Hrauni en sinnir jafnframt reglubundnum heimsóknum önnur fangelsi. 

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2024

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is


FMS Litla-Hraun yfirstjórn
v/Hraunteig
820 Eyrarbakki


Sækja um starf Til baka