Sviðsstjóri skrifstofusviðs hjá Fangelsismálastofnun

Fangelsismálastofnun óskar eftir öflugum sviðsstjóra skrifstofusviðs Fangelsismálastofnunar með aðsetur að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi. Hlutverk Fangelsismálastofnunar er að sjá um að fullnusta refsidóma, annast skilorðseftirlit og hafa umsjón með rekstri fangelsa. Fangelsismálastofnun tekur einnig þátt í mótun á skipulagningu Réttarvörslugáttar varðandi fullnustu refsinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með vinnslu og frágangi dóma.
  • Umsjón með upplýsingakerfum og vefsíðu.
  • Umsjón með skjalavörslu og skráningu í  mála- og upplýsingaskrár.
  • Umsjón með allri tölfræði varðandi fullnustu refsinga og þátttaka í erlendu samstarfi.
  • Yfirumsjón með rafrænni þróun varðandi fullnustu refsinga.
  • Yfirumsjón með almennri afgreiðslu og símsvörun.
  • Bréfaskriftir, skýrslugerðir, skráning og bókhaldsfærslur í samráði við yfirmann.

Hæfnikröfur

  • Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfi - framhalds háskólamenntun kostur.
  • Reynsla af starfi í réttarvörslukerfinu er kostur.
  • Góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi er nauðsynlegt.
  • Reynsla af verkefna- og gæðastjórnun er kostur.
  • Framúrskarandi þjónustulund, lipurð, jákvæðni og hæfni í samskiptum nauðsynleg.
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð þekking á gagnagrunnsforritum og tölfræði mikilvæg.
  • Reynsla af skjalastjórnun mikilvæg.
  • Reynsla og þekking á Oracle og One-Systems er kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Viska - stéttarfélag hafa gert.

Sviðsstjóri skrifstofusviðs er hluti af stjórnendateymi Fangelsismálastofnunar og heyrir undir sviðsstjóra rekstrar- og fjármála.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og BHM-stéttarfélag hafa gert

Með umsókn skal fylgja sakavottorð ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf.

Vinsamlegast gangið frá umsókn á www.fangelsi.is eða á heimasíðu Starfatorgs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Hafdís Guðmundsdóttir, sviðsstjóri skrifstofusviðs - hafdis@fangelsi.is - 5205000
Jakob Magnússon, sviðsstjóri rekstrar- og fjármála - Jakob@fangelsi.is - 5205000


FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


Sækja um starf Til baka