Fangelsismálastofnun leitar að félagsráðgjafa
Við leitum að framsýnum og lausnarmiðuðum félagsráðgjafa í faglegt teymi á meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar.
Á meðferðarsviði starfa þrír félagsráðgjafar, þrír sálfræðingar og tveir vímuefnaráðgjafar sem vinna í nánu samstarfi við annað starfsfólk stofnunarinnar og heilbrigðisstarfsfólk innan fangelsa. Áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og jákvæð viðhorf til skjólstæðinga. Starfshlutfall 80% - 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Félagsleg ráðgjöf og stuðningur til einstaklinga í afplánun
- Einstaklingsviðtöl og hópafræðsla fyrir einstaklinga í afplánun
- Innkomumöt og einstaklingsáætlanir fyrir einstaklinga í afplánun
- Stuðningur og leiðsögn varðandi afplánunarferli og endurkomu í samfélagið
- Samráð og samstarf við aðrar stofnanir og þjónustuaðila
- Fræðsla og handleiðsla til starfsfólks fangelsa
- Þátttaka í þróunarverkefnum bæði innlendum og erlendum
Hæfnikröfur
- Íslenskt starfsleyfi félagsráðgjafa
- Þekking og reynsla af starfi sem félagsráðgjafi er æskilegt
- Þekking og reynsla á sviði réttarfélagsráðgjafar er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð nálgun er mikilvæg
- Góð tölvufærni og þekking á One CRM skjalakerfinu er kostur
- Reynsla af áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational interviewing) er kostur
- Þekking eða reynsla af vinnu með fólki með fjölþættan vanda er mikilvæg
- Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í teymi
- Góð íslensku og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félagsráðgjafafélag Íslands hafa gert.
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn og er meðal annars boðið upp á fulla styttingu vinnuvikunnar, aðstöðu til heilsuræktar og skemmtilegt starfsmannafélag í krefjandi en lifandi starfsumhverfi.
Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi, Fangelsin Hólmsheiði og Litla-Hraun sem eru lokuð fangelsi og Fangelsið Sogni og Kvíabryggju sem eru opin fangelsi. Starfsfólk meðferðarsviðs er með starfsstöð á skrifstofu Fangelsismálastofnunar en starfið fer að miklu leyti fram í fangelsum.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Fangelsismálastofnunar við ráðningar. Fangelsismálastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt Jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.
Starfshlutfall er 80 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 12.11.2024
Nánari upplýsingar veitir
Anna Kristín Newton, Sviðsstjóri - annakristin@fangelsi.is - 520 5000
FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes