Viltu vera á skrá? Fangavörður

Hér má skrá almenna starfsumsókn vegna vinnu sem fangavörður. Fangelsismálastofnun vill benda á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða". Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Almennum starfsumsóknum/ skráningum er ekki svarað sérstaklega og eru þær virkar í 6 mánuði. Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga.
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 304/2000.

Hæfnikröfur

- Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika
- Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum
- Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum
- Færni í íslensku áskilin, grunntölvukunnátta æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2031

Nánari upplýsingar veitir

Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 5205006
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 5205006


FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


Sækja um starf Til baka